6.8.2010 | 18:03
Félag íslenskra Iðnrekenda
Mér leikur forvitni á að vita hvar formaðurinn sækir umboð sitt sem formaður félags íslenskra iðnrekenda.
Hann var stj. formaður HÖRPU sem seldi sína starfsemi til Fluger. Það fyrirtæki, eftir minni bestu vitund framleiðir ekki 1 lítra af málningu á Íslandi. Skýtur ekki dálítið skökku við að þessi maður skuli vera talsmaður félagsins um Evrópu samstarf???
Svar óskast frá þeim sem glöggt þekkja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2009 | 11:04
Einelti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2009 | 15:17
Bravó fyrir Bæjarstjórn Mosfellsbæjar og PrimaCare.
Ég sá kynningarefni sem notað var frá Mosfellsbæ varðandi kynningu á Mosfellsbæ sem lækningar og hótelstaður fyrir útlendinga sem þurfa hné og mjaðmaaðgerðir, sagt og skrifað fyrir útlendinga, sem þurfa á þessum aðgerðum að halda.
Þvílík snilld sem þessi kynning er, sem gerði það að verkum að Mosfellsbær varð fyrir valinu að reist verði stofnun á stærðarbilinu 20-30.000 fermetrar, og veiti allt að 1000 manns vinnu, ekki bara einhverjum, heldur að miklum hluta fagfólki.
Það er furðulegt að þetta stórmál vekur engan áhuga fjölmiðla, er það vegna þess að þetta er jákvætt og þetta er líka einkaframkvæmd. Er það ekki með ólíkindum að það eru hvað eftir annað viðtöl við stjórnendur Landspítala - Háskólasjúkrahúss um það að nú standi fyrir dyrum niðurskurður og að segja þurfi upp allt að 650 manns.
Ef einhver töggur væri í stjórnendum þessa lands myndu þeir að sjálfsögðu líta þessa byggingu PrimaCare fyrirtækisins sem sóknarfæri og möguleika til að koma fólkinu sem þarf að kveðja sinn starfsvettvang inn í þetta verkefni, væri ekki hægt að hugsa sér að PrimaCare fengi leigt sjúkrahúsið í Keflavík til að byrja sitt ferli og tilkeyra verkefnið á minni grunni inn i framtíðina, einnig dettur manni í hug að hægt væri að nýta skurðstofur annarstaðar á kvöldin, nætur og um helgar og koma upp bráðabirgðaaðstöðu í ónotuðu húsnæði í námunda sem legusvæði. Ef það verður markaður fyrir þessa þjónustu 2011 þá er örugglega markaður líka í dag.
Ég hef ekkert vit á þessari starfsemi, en veit það eitt, við eigum færa sérfræðinga til að sinna þessum störfum sem mega ekki vinna á Íslandi fyrir Íslendinga vegna sparnaðar, og sitja með hendur í skauti frekar en að vera að skapa störf og ábata fyrir sjúklinga og íslenzkt samfélag.
Heill og hamingja fylgi þessu nýja fyrirtæki PrimaCare fyrir alla þá sem þar munu starfa og "mega njóta starfa þeirra sem til verka kunna".
Til bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ, takk fyrir röggsemi ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 18:15
Laun forsætisráðherra ofl. varðandi þessa ríkisstjórn
Hvað hefur Forsætisráðherra í laun?
Eru það kr. 965.000 á mánuði? Fyrsta spurning?Ég ætla ekki að tala um nein önnur hlunnindi en bíl og bílstjóra.
Venjulegur maður sem hefur bíl til umráða frá fyrirtæki þarf að lúta eftirfarandi tekjuaukningu sem eru skattlagðar sem aðrar tekjur.
Bíll að verðmæti kr.10.000.000 er verðlagður sem tekjur kr 2.000.000 á ári ( 167.000 á mán.) til tekna hjá öllum nema ráðherrum.. Laun bílstjóra allra ráðherra eru greidd af ríkissjóði en þau geta hæglega verið kr. 500.000 á mánuði á bílstjóra ( upphæð sem ráðherra getur upplýst Hvað hefur FORSÆTISRÁÐHERRA Í LAUN, þegar þessa er gætt???? Önnur spurning?Forsætisráðherra gerði miklar kröfur til menntunar Seðlabankastjóra, en hvaða kröfur gerir hún til sjálfrar sín, og meðráðherra sinna. Hvaða kröfur gerir hún til fjármálaráðherra? Á hann að vera jarðfræðingur en ekki hagfræðingur? (Væri ekki eðlilegra að Lilja Mósesdóttir gegndi embættinu?) Er ekki þjóðinni orðið ljóst að hæfileikar þessara tveggja ráðherra eru langt frá því að uppfylla þær kröfur sem gera þarf til ráðherra. Allt bullið sem komið hefur frá þessari stjórn hvað varðar Icesave gerir okkur það fullljóst að þetta fólk hefur farið hörmulega með samningsstöðu Íslands og látið afdankað lið vera í forystu samninganefndar í stað þess að senda til samninga harða þekkta og hæfileikaríka menn úr lögmanna og viðskiptastétt innlenda og/eða erlenda.
Þriðja spurning?
Við höfum gegnum tíðina gert útlendinga að íslenzkum ríkisborgurum, til að nota í alþjóðamótum til keppni fyrir Íslands hönd í íþróttum, keppendur í alþjóðaviðskiptum þurfa ekki einu sinni að skipta um ríkisfang Hvernig hefði Íslendingum litist á að kvennalið Völsungs á Húsavík hefði verið sent til Finnlands fyrir Íslands hönd í Evrópukeppnina??
Það er alltaf mikill kostnaður samfara því að senda afreksfólk til keppni, en ég er hræddur um að kostnaður þeirrar sendinefndar sem við sendum sé dýru verði keyptur, vegna undanlátssemi og leti við að halda áfram Það skal fúslega viðurkennt að það þarf þrautsegju til að sitja í svona samningastappi. Mér er að sjálfsögðu skylt að geta þess að ég stundaði milliríkjaviðskipti í inn og útflutningi um 35 ára skeið. Ég hefði ekki viljað að afdankaðir embættismenn eða stjórnmálamenn hefðu farið fyrir sendinefndum í þeim viðskiptum sem ég stundaði. Inntak mitt er einungis þetta, látum þá sem hæfastir eru sinna því sem þeir eru hæfastir í, opinberir aðilar eiga ekki að taka þátt í ofurflóknum milliríkjaviðskiptum, innlendir og eða erlendir lögmenn og menn sem kunna til viðskipta og klækja þeirra eiga að sinna þessu verkefni. Þar sem nú má reikna með nýjum samningaviðræðum treysti ég og trúi að sú verði reyndin að alvöru menn verði sendir til næstu adrennu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2009 | 12:22
Erfið fæðing hjá Steingrími.
Er ekki stókostlegt að hlusta á undanbrögð manna í svörum. Kristján Már Unnarsson framkvæmdi "keisaraskuð" á Steingrími J. í fréttunum í gær, til þess að fá svar við spurningu þurfti að spyrja hann 6 sinnum sömu spurningar "munu VG samþykkja olíuframleiðslu á Drekasvæðinu" svarið var ekki hreint JÁ heldur semingssvar. Steingrímur virðist ekki geraq sér grein fyrir þeirri meginspurningu að rannsókn á svæðinu þýðir olía eða ekki olía sé um olíu að ræða fær það fyrirtæki sem vinnur útboðið vinnsluréttindi í 20 - 30 ár heldur Steingrímur að fyrirtæki ætli að nota milljarða til leitar rannsókna bara af því bara. Nú er mér spurn verður bara 1 ráðherra frá VG ef þeir fara í stjórn eftir kosningar. Þjóðin hefur heyrt Atla Gísla segja að ekki verði úr ESS með VG það er rekið ofan í hann og sagt að þetta sé ekki rétt heldur eigi eftir að semja um þetta. Jóhanna sagði í viðtali á Zetunni það gengur ekki fyrir VG að vera svona þverir, þeir verða að gefa eftir.
Nú spyr ég kjósendur í NA er ekki allt í lagi á þessum landshluta?? Skv. síðustu skoðanakönnun minnkaði fylgi við Sjálfstæðisflokkinn, flokkinn sem styður alla atvinnu uppbyggingu í kjördæminu, nú fá VG og Samfylkingin meirihluta atkvæða skv. skoðanakönnun, reyndar framkv. áður en Össur "hætti" við álver á Bakka. Ef þetta verður raunin þá held ég að það verði að auka verulega, en ekki minnka geðhjálp á svæðinu.
Góðir landsmenn við vinnum okkur út úr vandanum með mikilli atvinnu uppbygingu en ekki með aukinni skattheimtu. Ef ekki er ríkuleg atvinna verða engar skatttekjur 100% skattheimta á 0 er 0 og verður aldrei annað.
Látum ekki blekkjast af því að ESS og EVRA séu handan við hornið, því það er eina stefnumál Samspillingarinnar og hugsið þið ykkur hjalið " núna er lag af því að Svíþjóð er í forsæti" Skiptir máli hver er í forsvari fyrir samtök landanna hver er í forsæti þennan eða hinn daginn???? Á þetta ekki að vera "sameinuð Evrópa" eða er það svo að sundrungin sé svo mikil að það verði að vera "vinaþjóð " í forsæti hvað með allar "óvinaþjóðirnar" er ekki rétt að ganga hægt um gleðinnar dyr. Íslendingar verið mynnugir þess að verði sótt um aðild að ESS þá erum við að ganga til liðs við ESS en ESS er ekki að ganga til liðs við Ísland, ESS er með sitt regluverk sem við eigum að ganga inní en ESS er ekki að ganga inní regluverk Íslands.
Ísland til framtíðar XD
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 12:02
Framtíð VG og þjóðarinnar með þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 10:10
"Af fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja."
Er fortíðin meira virði en nútíðin og framtíðin, segja má að málshátturinn " af fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja " eigi stundum eða oftast rétt á sér. Ef menn ætla að skoða fortíðina þá verða þeir að gera það ærlega.
Árið 2006 var allt fljótandi í peningum, menn keyptu bíla fyrir allt að 15-20 milljónum og hús fyrir allt að 200-250 milljónir.
Landsbankinn og FL group voru með eiginfjárstöðu sem var skýjum ofar, greiddu laun, bónusa og skatta sem voru hærri en nokkur hafði séð á Íslandi, gáfu í kosningasjóði sem þeim fannst smápeningar á þeim tíma. Íslendingar voru allir, sagt og skrifað allir, á "fylliríi" ofeldis á þessum tíma, og ef einhver hefði sagt Sjálfstæðisflokkurinn er að fá 30 milljónir frá hvorum þessaara aðila hefði flestum fundið lítið til þess koma.
Árið 2009 er hin hliðin á peningnum, nú kaupir engin nýjan bíl, nú kaupir engin hús, og engin hefur ofurlaun eða bónusa og ekkert fyrirtæki hefur tekjur til að greiða skatta. Þá grípur vinstri flokkarnir til þess ráðs að segja. Hátekjuskattar er lausnin, hækka skal fjármagnstekjuskatta og svo auðvitað að lúskra enn frekar á þeim sem hafa á undanförnum árum sýnt ráðdeildarsemi og leggja á þá eignarskatt.
Það er rétt eins og vinstra fólk telji að allir sem hafa verið með ráðdeildarsemi séu ótýndir glæpamenn, af því að nokkrir fjárglæframenn fóru mjög frjálst með á fyrri árum, og velflestir Íslendingar tóku þátt í "partíinu" það skal tekið í lurginn á þessum ansk... sem hafa viðað að sér, frekar en að vera á eyðslufylliríinu. Hér skal öllu bjarga og hafa opinberan rekstur sem "við" höfum fullt eftirlit með, og stýrum og stjórnum um leið og "við" setjum "okkar" menn í stjórnunarstöður, "við" byggjum upp opinberan rekstur með "okkar menn" við stýrið. Ekkert einka brask, þar sem arðræningjar byggja bara fyrir "sig" "Við jöfnum öllu út meðal allra" Reynslan frá fyrrum Kommúnístaríkjum sýnir og sannar að þetta er hið fullkomna kerfi. "Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og eiga allt jafnt, sumir eiga bara að vera jafnari en aðrir".
Er í lagi að fólk flykkist að þessum vinstri flokkum sem hér fara með valdið eins og að undanförnu, og eins og ég sá áðan blogg frá einum frambjóðanda Samspillingarinnar sem sagði "málþófið sigraði lýðræðið" þessi fyrrverandi burthrakni skólameistari vill og hefur alltaf viljað stjórna með ofbeldi enda komin í framboð fyrir Samspillinguna. Íslendingar látum ekki blekkjast af fagurgölum sem vilja það eitt að drottna og dýrka yfir öllu og öllum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2009 | 10:11
Er ofbeldi nokkurtíman réttlætanlegt??
Þegar 40% þingheims berst fyrir stærstu lýðræðislegu félagssamtök þessa lands sem hafa u.þ.b. 50.000 já sagt og skrifað um fimmtíuþúsund félaga á sinni skrá og þessi félagasamtök heitir Sjálfstæðisflokkurinn. Þökkum þessum einstaklingum sem standa vörð um lýðræðið í stað þess að hnýta í þá að þeir séu "bara með málþóf" Hvaða möguleika annan hefur lýðræðið gegn gerræði??Er það á nokkurn hátt verjandi að forseti Alþingis skuli ekki taka af dagskrá málefni stjórnarskrár, sem algerlega óhæft þingmál hent fram úr ermi Forsætisráðherra án samþykkis stærsta flokksins á Alþingi í dag, þingmál sem snertir allan grundvöll lýðræðis og hag allrar þjóðarinnar. Þetta er og verður aldrei kallað annað en ofbeldi, yfirgangur og átroðningur á lýðræði. Að auki hafa fjölmargir aðilar fulltrúar félagasamtaka mætt fyrir þingnefnd og mótmælt þessu frumvarpi, það væri gaman að fá úttekt á því hvað heildarfjöldi allra þeirra samtaka ásamt félögum í Sjálfstæðisflokknum telja marga kjörgilda einstaklinga, væri ekki rétt að Forseti þingsins athugi hvernig lýðræði þjóðarinnar er í þessu máli???
Það flýgur í hug minn að þau mál sem ættu að vera á dagskrá þ.e.a.s. frumvörp til aðstoðar heimilunum og atvinnulífinu séu ekki tilbúin frekar en annað hjá þessari aumu minnihlutastjórn sem styðst við lélega hækju sem er Framsóknarflokkurinn, sem er þó, að mér sýnist á móti öllum grundvallaratriðum þessarar ríkisstjórnar obs!!! Hefur þessi ríkisstjórn einhver grundvallaratriði að styjast við ??? Jú afsakið, að vera á móti stærstu og þar með einnig einu lýðræðisfjöldasamtökum landsins í stjórnmálum, samtök sem hafa krufið til mergjar hvað fór úrskeiðis og hvað ESB þátttaka þýða fyrir Ísland. Þessir stjórnarflokkar Samspillingarfylkingin og VG hafa þá stefnu eina að vinna saman eftir kosningar án þess að málefni þeirra fari saman á nokkurn veg. Er það ekki einmitt þessvegna sem engin frumvörp um lausnir á vandanum koma fram - það er hugsanlega það að það er engin samstaða um hvað á að gera til lausnar þess sem leysa þarf. Væri ekki réttast fyrir forseta Alþingis að koma með eftirfarandi tillögu til "ráðherra obeldismála Jóhönnu Sigurðardóttur " að hún leggi niður rófuna og gefi þinginu frí fram að kosningum, þar sem engin lausn sé í sjónmáli með eitt né neitt hjá Ríkisstjórninni???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Haraldur Haraldsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar