"Af fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja."

Er fortíðin meira virði en nútíðin og framtíðin, segja má að málshátturinn "  af fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja " eigi stundum eða oftast rétt á sér. Ef menn ætla að skoða fortíðina þá verða þeir að gera það ærlega.

Árið 2006 var allt fljótandi í peningum, menn keyptu bíla fyrir allt að 15-20 milljónum og hús fyrir allt að 200-250 milljónir.

 Landsbankinn og FL group voru með eiginfjárstöðu sem var skýjum ofar, greiddu laun, bónusa og skatta sem voru hærri en nokkur hafði séð á Íslandi, gáfu í kosningasjóði sem þeim fannst smápeningar á þeim tíma. Íslendingar voru allir, sagt og skrifað allir, á "fylliríi" ofeldis á þessum tíma, og ef einhver hefði sagt Sjálfstæðisflokkurinn er að fá 30 milljónir frá hvorum þessaara aðila hefði flestum fundið lítið til þess koma.

 Árið 2009 er hin hliðin á peningnum, nú kaupir engin nýjan bíl, nú kaupir engin hús, og engin hefur ofurlaun eða bónusa og ekkert fyrirtæki hefur tekjur til að greiða skatta. Þá grípur vinstri flokkarnir  til þess ráðs að segja. Hátekjuskattar er lausnin, hækka skal fjármagnstekjuskatta og svo auðvitað að lúskra enn frekar á þeim sem hafa á undanförnum árum sýnt ráðdeildarsemi og leggja á þá eignarskatt.

Það er rétt eins og vinstra fólk telji að allir sem hafa verið með ráðdeildarsemi séu ótýndir glæpamenn, af því að nokkrir fjárglæframenn fóru mjög frjálst með á fyrri árum, og velflestir Íslendingar tóku þátt í "partíinu" það skal tekið í lurginn á þessum ansk... sem hafa viðað að sér, frekar en að vera á eyðslufylliríinu.  Hér skal öllu bjarga og hafa opinberan rekstur sem "við" höfum fullt eftirlit með, og stýrum og stjórnum um leið og "við" setjum "okkar" menn í stjórnunarstöður, "við"  byggjum upp opinberan rekstur með "okkar menn" við stýrið. Ekkert einka brask, þar sem arðræningjar byggja bara fyrir "sig" "Við jöfnum öllu út meðal allra" Reynslan frá fyrrum Kommúnístaríkjum sýnir og sannar að þetta er hið fullkomna kerfi. "Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og eiga allt jafnt, sumir eiga bara að vera jafnari en aðrir".

Er í lagi að fólk flykkist að þessum vinstri flokkum sem hér fara með valdið eins og að undanförnu, og eins og ég sá áðan blogg frá einum frambjóðanda Samspillingarinnar  sem sagði "málþófið sigraði lýðræðið" þessi fyrrverandi burthrakni skólameistari vill og hefur alltaf viljað stjórna með ofbeldi enda komin í framboð fyrir Samspillinguna. Íslendingar látum ekki blekkjast af fagurgölum sem vilja það eitt að drottna og dýrka yfir öllu og öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haraldur Haraldsson

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Fyrrverandi framkv.stjóri við sjávarútveg og landbúnað ásamt ýmsu öðru

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband