5.10.2009 | 15:17
Bravó fyrir Bæjarstjórn Mosfellsbæjar og PrimaCare.
Ég sá kynningarefni sem notað var frá Mosfellsbæ varðandi kynningu á Mosfellsbæ sem lækningar og hótelstaður fyrir útlendinga sem þurfa hné og mjaðmaaðgerðir, sagt og skrifað fyrir útlendinga, sem þurfa á þessum aðgerðum að halda.
Þvílík snilld sem þessi kynning er, sem gerði það að verkum að Mosfellsbær varð fyrir valinu að reist verði stofnun á stærðarbilinu 20-30.000 fermetrar, og veiti allt að 1000 manns vinnu, ekki bara einhverjum, heldur að miklum hluta fagfólki.
Það er furðulegt að þetta stórmál vekur engan áhuga fjölmiðla, er það vegna þess að þetta er jákvætt og þetta er líka einkaframkvæmd. Er það ekki með ólíkindum að það eru hvað eftir annað viðtöl við stjórnendur Landspítala - Háskólasjúkrahúss um það að nú standi fyrir dyrum niðurskurður og að segja þurfi upp allt að 650 manns.
Ef einhver töggur væri í stjórnendum þessa lands myndu þeir að sjálfsögðu líta þessa byggingu PrimaCare fyrirtækisins sem sóknarfæri og möguleika til að koma fólkinu sem þarf að kveðja sinn starfsvettvang inn í þetta verkefni, væri ekki hægt að hugsa sér að PrimaCare fengi leigt sjúkrahúsið í Keflavík til að byrja sitt ferli og tilkeyra verkefnið á minni grunni inn i framtíðina, einnig dettur manni í hug að hægt væri að nýta skurðstofur annarstaðar á kvöldin, nætur og um helgar og koma upp bráðabirgðaaðstöðu í ónotuðu húsnæði í námunda sem legusvæði. Ef það verður markaður fyrir þessa þjónustu 2011 þá er örugglega markaður líka í dag.
Ég hef ekkert vit á þessari starfsemi, en veit það eitt, við eigum færa sérfræðinga til að sinna þessum störfum sem mega ekki vinna á Íslandi fyrir Íslendinga vegna sparnaðar, og sitja með hendur í skauti frekar en að vera að skapa störf og ábata fyrir sjúklinga og íslenzkt samfélag.
Heill og hamingja fylgi þessu nýja fyrirtæki PrimaCare fyrir alla þá sem þar munu starfa og "mega njóta starfa þeirra sem til verka kunna".
Til bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ, takk fyrir röggsemi ykkar.
Um bloggið
Haraldur Haraldsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.